top of page

Þjónustan mín

Firsti hittingur er ókeypis og án allra skuldbindinga

Við hittumst óformlega á kaffihúsi eða á einhverjum öðrum stað sem við ákveðum og spjöllum um hvað nákvæmlega doula gerir. Ég svara öllum spurningum sem þú og maki þinn berið upp, eins vel og ég get. Það gefur okkur tækifæri til að kynnast hvert öðru smá og sjá hvort að við "smellum" ekki vel saman. Það er algjört grundvallar atriði að okkur komi vel saman þar sem ég kem til með að vinna mjög náið með þér og þinni fjölskyldu.

Síma & Email Stuðningur

Það er alltaf hægt að hafa samband við mig í gegnum síma eða email ef þú hefur einhverjar spurningar eða málefni sem varða meðgönguna. Ég er síðan á vakt 24/7 tveimur vikum fyrir áætlaðan fæðingardag og í 2 vikur eftir að barnið fæðist.

2-3 Hittingar fyrir fæðingu

Ef við finnum að við smellum vel saman Þá munum við koma til með að hittast 2-3 sinnum fyrir fæðingu. Í þessum hittingum förum við yfir ýmislegt sem tengist fæðingunni og barninu :

 

- Fyrri fæðingarreynsla

- Fæðingaráætlun

- Slökunar og öndunaræfingar

- Góðar stellingar og stöður í fæðingu

- Nýburinn

- Brjóstagjöf

- Áætlun eftir fæðingu

- Spjall og spurningar

Í Fæðingu

Ég er til staðar fyrir þig í gegnum allt fæðingarferlið, frá upphafi og þar til barnið þitt er komið í heiminn. Ég kem til þín þegar að þú þarf á mér að halda og ég verð hjá þér þangað til 1-2 tímum eftir fæðinguna til að hjálpa til og aðstoða við brjóstagjöf ef þess er þörf. 
 

Sigurrós Dagný - 14.Júlí.2013

Það sem Doula gerir ekki :

Framkvæmir ekki "klínisk" verk

Doula er andlegur stuðningsaðili, vinnur fyrir verðandi foreldra en er fagmaður. Hún kemur aldrei í stað ljósmóður. Doula tekur sér aldrei klínískt hlutverk, hún er (yfirleitt) ekki heilbrigðismenntuð eða starfsmaður stofnunnar. 

Ég tekur ekki ákvarðanir fyrir þig 

Ég mun ekki koma til með að taka ákvarðanir fyrir þig. Ég er til staðar fyrir þig á þínum forsendum. Ég get gefið þér upplýsingar um ákveðin mál svo að þú getir tekið upplýstar ákvarðanir.
Ég syðja þig síðan í því sem þú velur að gera.

2 Hittingar eftir Fæðinguna

Við hittumst síðan eftir fæðinguna. Förum yfir hana og hlutverk mitt sem doulan þín. Ég mun svara öllum spurningum sem þú hefur.
Ef þörf er á, ég er fær um að hjálpa þér með brjóstagjöf.

Tala við starfsfólk spítala fyrir þína hönd

Ég er talsmaður fæðandi konu en ég kem ekki til með að tala við starfsfólk fyrir þína hönd. Ég get hjálpað til með að auðvelda samskipti og hjálpað þér að spyrja réttu spurninganna.

Ávinningur

- Jákvæðari upplifun af fæðingunni

- styttra fæðingarferli

- minkuð þörf fyrir deyfilyf

- minni líkur á keisarafæðingu

- minni líkur á fæðingarþunglyndi

- makar eru öruggari með hlutverk sitt

- betri samskipti við maka eftir að barnið er komið heim

- betri tengslamyndun við barn

- meiri líkur að brjóstagjöf gangi upp

Varpa mínum eigin skoðunum eða reynslu minni á þig

Þú er einstök. Þú hefur þínar skoðanir og reynslu og ég virði það.
Ég styð þig í ákvörðunum sem þú tekur um hvað þú vilt. 
Ég er Doula - Doulan þín.

Þín upplifun og reynsla

Mér þætti vænt um að fá að heyra þína upplifun og reynslu af því að hafa mig með þér sem douluna þína. Ef þú villt deila reynslu þinni hér á síðunni minni þá er það velkomið.

bottom of page