top of page

Um Mig

Mín Sýn

Ég trúi því að fæðing sé eðlilegt ferli og að konan hafi viskuna og styrkinn sem þarf til komast í gegnum fæðinguna. Ég trúi því jafnframt að kona njóti góðs af samfelldum stuðningi og hvatningu til að hjálpa henni að slaka á og treysta líkama sínum til að gera það sem hann kann. 
 

Við getum ekki stjórnað fæðingunni, en við getum stjórnað því hvernig er hugsað um mæður. Konur eiga skilið virðingu og þær ættu alltaf að vera upplýst um hvað er að gerast. Sama hvernig eða hvar hún velur að eiga barnið sitt. 

 

Ég skil og styð inngrip þegar þau eru sannarlega nauðsynleg og trúi því að konur ættu að vera upplýstar um það áður, ef það kæmi til þess. Það er mjög valdeflandi fyrir móðir að vita hvaða valkosti hún hefur og hún ætti að fá tíma til að ákveða hvað hún vill gera. 
 

Ég geri mér grein fyrir því að hver kona er einstök og tekst á við fæðingu á sinn eigin hátt. Ég sem doulan þín, mun tryggja að þú hafir allar þær upplýsingar sem þú þarft, til að taka upplýstar ákvarðanir varðandi fæðinguna þína og að þú sért meðvituð um áhættu þætti ef þeir eru einverjir. Síðan styð ég þig varðandi þínar ákvarðanir, sama hverjar þær kunna að vera, og vinna að því að hjálpa þér að gera fæðingarreynsluna eins jákvæða og ánægjulega og hægt er, bæði fyrir þig og maka þinn.

 

Ég er þakklát fyrir að fá að vera hluti af svona sérstökum viðburði í lífi para/hjón og ég veit hvenær ég á að halda mig til hlés til að virða friðhelgi þína.

Mitt hlutverk er að vera róleg, hljóðlát, örugg, hughreystandi, stuðningur fyrir móður. Ég er talsmaður hennar, en ég tala ekki fyrir hana. Ég er þarna til að hjálpa og tryggja að langanir hennar og þarfir séu uppfylltar þannig að hún geti upplifað fæðinguna eins og hún hafði ímyndað sér.

 

Ég er til staðar til að hugga, hvetja, styðja og upplýsa, að hjálpa til að gera meðgöngu og fæðingu að gleðilegu ferðalagi til nýs lífs.

Hver er Ég ?

Ég heiti Móna Lind - 24 ára.
Ég sjálf, dóttir, frænka, systir og móðir. 
Doulunemi, Listræn, sköpunar glöð og handóður hekklari.
Ég bý í Keflavík ásamt dóttur minni henni Sigurrós ❤

 

Ég eignaðist dóttir mína 14.Júlí 2013 
Ég var viðstödd mína fyrstu fæðingu 10.Janúar 2013 
Ég er henni Valdísi ævinlega þakklát fyrir að treysta mér til að vera stuðningur við hana í gegnum fæðinguna og leyfa mér að vera partur af þessari mögnuðu lífreynslu að sjá fallega litla drenginn hennar koma í þennann heim, taka firsta andadráttinn í faðmi móður sinnar eftir fallega og friðsama vatnsfæðingu. 

 

Þessi fæðing og mín eigin fæðingar reynsla kveiktu áhuga minn á hlutverki doulunar. Ég fylgdi hjartanu og stökk af stað í nám í Nóvember 2014. Ég hef svo sannarlega fundið mitt hlutverk í lífinu, að vera Doula. Hugur minn og hjarta eru með mér í þessu námi og það mun fylgja mér áfram í starfi.

Menntun

Ég stefni að útskrift 2016

Ég er doulunemi og hóf nám í Nóvember 2014. Til þess að útskrifast þarf ég að vera viðstödd fæðingar og skila inn verkefnum sem ég vinn. 
 

DONA International Vinnusmiðja

Vinnusmiðja með Jesse Remer - Nóvember 2014
Jesse er stofnandi og eigandi : 
Mother Tree Doula Services

Íslensku Brjóstagjafa samtökin

Stuðningskona við brjóstagjöf - Febrúar 2015

“If a woman doesn't look like a godess during labor, then someone isn't treating her right”. 
Ina May Gaskin.
“Birth is not only about making babies. Birth is about making mothers. Strong, competent, capable mothers who trust themselves and know their inner strenght. 
Barbara Katz Rothman.
“...One cannot actively help a woman to give birth. The goal is to avoid disturbing her unnecsessarily 
Michel O'Dent.
bottom of page