top of page

Orðið doula er grískt og átti við þjón/þræl konu.

 

Nútíma merking orðsinns :
Kona með reynslu í fæðingum sem veitir ráðgjöf, upplýsingar, andlegann og líkamlegann stuðning við móður fyrir, í og rétt eftir fæðingu.

 

Doula mun koma til með að gera allt sem á hennar valdi stendur til að styðja konur og fjölskyldu hennar svo að fæðingarreynslan verði sem ánægjulegust.

Hvað er Doula ?

 

Doula hefur fengið þjálfun sem stuðningsmaður konu fyrir, í og eftir fæðingu og styður þarfir hennar og óskir í tengslum við hana. Doula aðstoðar verðandi fjölskyldu við að undirbúa sig líkamlega og andlega fyrir fæðingu og fylgir þeim í gegnum allt fæðingarferlið.

 

Hún er andlegur stuðningsaðili, vinnur fyrir verðandi foreldra en er fagmaður. Hún ber aldrei klíníska ábyrgð, kemur aldrei í stað ljósmóður eða læknis og tekur engar læknisfræðilegar ákvarðanir.

 

Samstarf doulu og verðandi foreldra er mjög náið og byggir á trausti og virðingu sem myndast á meðgöngunni. Doulur vinna með alls konar fjölskyldum á þeirra forsendum og styður við konuna og maka hennar, sama hvort um er að ræða heimafæðingu, spítalafæðingu, fæðingu með eða án deyfilyfja, fæðingu eða keisara. Hún aðstoðar þau við að undirbúa sig fyrir fæðinguna og fylgja eftir áætlunum sínum. Doula er með parinu í gegnum allt fæðingarferlið, frá upphafi til enda og tekur ekki vaktaskipti eða vaktahlé.

Origin of Doula :

  • Mod Greek

  • female helper

  • maidservant

  • from Greek : doulÄ“ female slave

A woman experianced in childbirth who provides advice, information, emotional support, and physical comfort to a mother before, during and just after childbirth. 
bottom of page